spot_img
HomeFréttirFlake reynir mögulega við eitt tímabil til viðbótar

Flake reynir mögulega við eitt tímabil til viðbótar

Darrell Flake náði 17 leikjum með Tindastól þetta tímabilið en fór svo í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hafa plagað hann um nokkra hríð. Karfan.is heyrði stuttlega í Flake sem jafnvel íhugar að reyna eitt tímabil til viðbótar!

„Hnéð grær nokkuð vel eftir aðgerðina svo ég er að hugsa um að reyna við eitt tímabil til viðbótar en er þó ekki alveg viss eins og sakir standa akkúrat núna,“ sagði Flake í samtali við Karfan.is.

Ef kæmi til annars tímabils hjá þessum silkimjúka leikmanni á blokkinni yrði það þá með Tindastól?
„Ég bara hef ekki hugmynd um það því það hefur enn ekkert verið rætt,“ sagði Flake sem var í þessum 17 leikjum sem hann skilaði í heildina með Tindastól á síðustu leiktíð með 9,2 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik. 

Fréttir
- Auglýsing -