spot_img
HomeFréttirFlaggskipið með stórsigur í Hafnarfirði

Flaggskipið með stórsigur í Hafnarfirði

Einn leikur fór fram í 3. deild karla í dag en þá mættust Haukar-b og sjálfskipað Flaggskip Vestra á Ásvöllum.

Vestanmenn fóru hamförum í fyrsta leikhluta er þeir settu niður 40 stig og unnu að lokum öruggan 24 stiga sigur, 109-85.

Arnaldur Grímsson fór fyrir Flaggskipinu og setti persónulegt met í meistaraflokki með 37 stigum en honum næstur kom Ingimar Baldursson með 20 stig.

Hjá Haukum var Sveinn Ómar Sveinsson stigahæstur með 23 stig en næstur kom Kristinn Geir Pálsson með 13 stig.

Vestri-b er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 4 stig, jafn mörg og Þróttur Vogum en liðin mætast einmitt næstkomandi sunnudag á Ísafirði. Haukar eru án stiga í fjórða sæti eftir tvo leiki og mæta Þór Akureyri á laugardaginn norðan heiða.

Fréttir
- Auglýsing -