spot_img
HomeFréttirFjósið tekur á móti Keflavík

Fjósið tekur á móti Keflavík

Annar leikur í einvígi Skallagríms og Keflavíkur fer fram í Borgarnesi í dag. Skallagrímur vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt og þarf Keflavík því á sigri að halda í Borgarnesi til að jafna einvígið.

 

Hvergerðingar taka á móti Val og geta þar jafnað einvígi liðanna í 1-1 um sæti í Dominos deild karla að ári. Valur vann fyrri leikinn örugglega og voru Hamarsmenn ekki ánægðir með frammistöðu sína í þeim leik og lofuðu hörkuleik í kvöld.

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild kvenna: 

Skallagrímur – Keflavík kl 19:15 í beinni á Stöð 2 Sport

 

 

1. deild karla

Hamar-Valur kl 19:30 í beinni á Hamar Tíví

 

Fréttir
- Auglýsing -