Eurobasket 2017 hefst eftir einungis 6 daga og má segja að eftirvæntingin sé farin að gera vart um sig hjá stuðningsmönnum og öllum í kringum íslenska landsliðið.
Mest er talið að um 2000 stuðningsmenn verði á staðnum í Helsinki til að fylgjast með leikjum liðsins á meðan mótinu stendur. Fyrir þá sem ekki komast til Helsinki mun Ríkisútvarpið sýna alla leiki Íslands í beinni og gott betur en það.
RÚV er ein af 160 stöðvum um allan heim sem sýna beint frá mótinu en stöðin gaf það út í gær að 40 beinar útsendingar verða á RÚV eða RÚV 2 á meðan á mótinu stendur. Hægt er að sjá allar fyrirséðar beinar útsendingar RÚV hér.
Einnig verður hægt að kaupa aðgang að Livebasketball.tv en þar er hægt að horfa á hverja einustu mínútu mótsins í beinni útsendinu eða í endursýningu fyrir vægt gjald.
Nú er slétt vika í fyrsta leik Íslands á Eurobasket. Við sýnum nærri 40 leiki beint frá EM https://t.co/rmAxbptpVn #körfubolti pic.twitter.com/f44r1p6T9P
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2017