21:07
{mosimage}
(Hreggviður Magnússon átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld)
Tveimur af þremur leikjum Iceland Express deildar karla er lokið í kvöld, en tvíframlengja þurfti í Smáranum og standa leikar enn yfir. Jafnframt er tveimur af þremur leikjum fyrstu deildar karla lokið er fram fóru í kvöld.
Í Keflavík unnu heimamenn öruggan sigur á Tindastól 93-75. Tröllið Sigurður Þorsteinsson sallaði 28 stigum á Norðanmenn og Allan Fall var stigahæstur gestanna með 17 stig.
Í Seljaskóla tóku ÍR-ingar á móti Þór frá Akureyri og unnu góðan 15 stiga sigur 92-77. Hreggviður Magnússon setti 23 stig fyrir ÍR og Eiríkur Önundarson 22. Cedric Isom var stigahæstur hjá Þórsurum með 31 stig og Guðundur Jónsson setti 17 stig.
Breiðablik og Njarðvík voru að hefja aðra framlengingu, en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81 þar sem Nemanja Sovic fékk færi á að vinna leikinn með lokaskoti og aftur 94-94 eftir fyrri framlengingu og aftur fékk Sovic færi á að klára leikinn.
Í 1. deild karla unnu Hrunamenn Laugdæli 91-83 á Flúðum, Hamar vann Val 102-88 í Hveragerði og Haukar eru yfir gegn KFÍ 72-58 í byrjun fjórða leikhluta.
Mynd: Snorri Örn



