Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 70-84.
Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 9 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta.
Martin og félagar hafa verið á ágætri siglingu nú í upphafi tímabils og eru eftir leik kvöldsins í 7. sæti deildarinnar með þrjá sigra.



