spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFjórtán ára með tvöfalda tvennu í fyrsta meistaraflokksleik sínum

Fjórtán ára með tvöfalda tvennu í fyrsta meistaraflokksleik sínum

Lið Þórs hóf keppni í 1. deild kvenna í gær á því að leggja lið ÍR örugglega 52-33 í leik sem fram fór í íþróttahöllinni.

,,Ég átti ekki einu sinni von á því að koma inn á í dag” sagði Kristrún Ríkey og bætti við að hún væri bara sátt við eigið framlag.

Það skildi engan undra því þessi 14 ára og 164 daga gamla stúlka lék sinn fyrsta meistaraflokksleik og var sannarlega senuþjófur dagsins. Kristrún Ríkey spilaði rúmar 24 mínútur og var með tvöfalda tvennu, 13 stig og tók 13 fráköst.

Mögnuð innkoma hjá þessum efnilega leikmanni en það verður að teljast ólíklegt að nokkur leikmaður hafi nokkurntímann komið inn í meistaraflokk með slíkum látum.

Viðtað við Kristrúnu Ríkey eftir leik má finna hér að neðan:

Viðtal og mynd/ Palli Jóh – Thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -