spot_img
HomeFréttirFjórir útisigrar

Fjórir útisigrar

20:43

{mosimage}

Snæfell sigraði ÍR í Seljaskóla, 76-82 eftir jafnan og spennandi leik þar sem ÍR leiddi eftir þriðja leikhluta. FSu vann Breiðablik örugglega í Smáranum 77-96 eftir að hafa stungið af snemma í leiknum. Það var sannarlega háspennuleikur í Keflavík þar sem Grindavík var í heimsókn, leikar fóru 82-85 fyrir gestina. KFÍ sigraði Laugdæli 65-87 í 1. deild karla eftir að um jafnan leik hafði verið að ræða í fyrri hálfleik.  Þá sigraði Valur Hrunamenn 88-75 í Vodafonehöllinni

Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur Snæfellinga í Seljaskólanum með 20 stig en Hlynur Bæringsson tók 13 fráköst. Hreggviður Magnússon var stigahæstur ÍR inga með 22 stig.

Brenton Birmingham skoraði 18 stig fyrir Grindavík en stigaskor þeirra dreifðist nokkuð jafnt í leiknum og voru 6 leikmenn sem skoruðu 10 stig eða meira. Sigurður Þorsteinsson var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst.

Birgir Björn Pétursson átti stórleik fyrir KFÍ og skoraði 23 stig auk þess að taka 23 fráköst. Viðar Hafsteinsson var með 29 stig fyrir Laugdæli auk þess sem hann tók 10 fráköst. Með þessu tapi eru Laugdælir endanlega fallnir í 2. deild eftir ársveru í 1. deildinni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -