spot_img
HomeFréttirFjórir úrslitaleikir í yngri flokkum í dag

Fjórir úrslitaleikir í yngri flokkum í dag

Í dag fara fram fjórir úrslitaleiki í yngri flokkum en leikið er í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fjörið hefst með úrslitaleik Hauka og Keflavíkur í 9. flokki stúlkna kl. 11:00.
 
Njarðvík og Grindavík mætast svo kl. 13:00 í drengjaflokki og kl. 15:00 í stúlknaflokki verður grannaglíma þegar Njarðvík og Keflavík eigast við. Síðasti úrslitaleikur dagsins er viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur kl. 17:00 í drengjaflokki.
 
Það verður því fjör hjá heimamönnum í Njarðvík sem eiga þrjú lið í úrslitum í dag. Um næstu helgi fer svo fram síðari úrslitahelgi yngri flokka en þá er leikið í DHL Höllinni í Reykjavík.
 
Mynd/ [email protected] – 9. flokkur Keflavíkurkvenna eru ríkjandi bikarmeistarar, vinna þær tvöfalt í dag? 
Fréttir
- Auglýsing -