Átta liða úrslitum er nýlokið í Domino´s-deild karla þar sem körfuknattleiksáhangendur fengu einn oddaleik. Var þetta fjórði oddaleikurinn frá því að 8-liða úrslitum var breytt fyrir tímabilið 2014.
Þetta gerir því fjóra oddaleiki á fjórum árum í 8-liða úrslitum og eflaust vildu áhugamenn að þeir væru fleiri. Sigurvegarar þessara oddaleikja hafa verið Grindavík, Njarðvík í tvígang og Haukar einu sinni.
Þess má geta að hin fjögur árin á undan þar sem vinna þurfti aðeins tvo leiki voru alls níu oddaleikir og hefur þeim því hlutfallslega fækkað með því að vinna þurfi þrjá leiki þegar þessi fjögur ár (2017-2014 og 2013-2010) eru borin saman.
Oddaleikir í 8-liða úrslitum
(Eftir að vinna varð þrjá leiki í 8-liða úrslitum til að komast áfram)
2017
1 x oddaleikur (Grindavík 3-2 Þór Þorlákshöfn)
2016
1 x oddaleikur (Stjarnan 2-3 Njarðvík)
2015
2 x oddaleikir (Haukar 3-2 Keflavík / Njarðvík 3-2 Stjarnan)
2014 (frá 2014 þurfti að vinna 3 leiki í 8-liða úrslitum)
Enginn oddaleikur
Mynd/ Skúli Sigurðsson – Þorleifur Ólafsson og Grindvíkingar unnu eina oddaleikinn í 8-liða úrslitum þetta árið.



