Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er vélbyssukjafturinn Mummi Jones.
Til umræðu eru fréttir vikunnar, 20 vinsælustu fréttir ársins á Körfunni, síðasta umferð Bónus deildar karla, hvernig liðin koma undan hátíðum, sigurganga Vals, hvaða lið eru líklegust til að gera atlögu í vor, Remy Martin til Keflavíkur, breytingar á Skaganum og margt fleira.
Þá er einnig farið yfir lista leikmanna sem áttu rosalegar innkomur fyrir sín lið í úrslitakeppnum, sáust svo nánast ekkert eftir það og voru allir hættir að spila í efstu deild langt fyrir aldur fram. Leikmennirnir sem til umræðu eru er hægt að sjá á listanum hér fyrir neðan og hægt er að nálgast umræðuna í síðasta þætti af Aukasendingunni.
Fjórir leikmenn sem týndust eftir sterkar frammistöður
Davíð Ingi Bustion / Grindavík (2013)

Emil Þór Jóhannsson / Snæfell (2010)

Þorsteinn Finnbogason / Grindavík (2018)

Sigurkarl Jóhannesson / ÍR (2019)




