spot_img
HomeFréttirFjórir í röð hjá LIU

Fjórir í röð hjá LIU

LIU Brooklyn vann í kvöld sinn fjórða leik í röð í NEC riðli bandaríska háskólakörfuboltans. Martin Hermannsson gerði 13 stig og Elvar Már 11.
 
 
Staðan var jöfn, 67-67, eftir venjulegan leiktíma en LIU reyndust sterkari í framlengingunni og lönduðu sínum fjórða sigri í röð.
 
LIU Brooklyn 79-74 Saint Francis University (framlengt)
Martin Hermannsson var næststigahæstur í liði LIU með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson bætti við 11 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.
  
Fréttir
- Auglýsing -