spot_img
HomeFréttirFjórði stærsti ósigurinn í opnunarleik úrslitanna

Fjórði stærsti ósigurinn í opnunarleik úrslitanna

 
KR skellti Stjörnunni 108-78 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi. Ósigur Stjörnumanna var sá fjórði stærsti frá upphafi úrslitakeppninnar þegar litið er til opnunarleikjanna í úrslitum Íslandsmótsins.
Stærsti ósigurinn var í opnunarviðureign Njarðvíkinga og Hauka í úrslitum árið 1986 þegar Njarðvíkingar skelltu Haukum 94-53 og unnu leikinn með 41 stigs mun.
 
Niðurstaða gærkvöldsins var eflaust fjarri því sem Garðbæingar höfðu gert sér í hugarlund en bláir fá tækifæri til þess að hrista af sér slæma byrjun í seríunni á fimmtudagskvöld þegar þeir taka á móti KR í öðrum leik liðanna í Ásgarði kl. 19:15.
 
Stærstu ósigrarnir í opnunarleik úrslita frá árinu 1984:
 
2011: KR 108 – 78 Stjarnan (30 stiga ósigur)
1993: Keflavík 103-67 Haukar (36 stiga ósigur)
1991: Njarðvík 96 – 59 Keflavík (37 stiga ósigur)
1986: Njarðvík 94 – 53 Haukar (41 stigs ósigur)
 
Mynd/ [email protected] – Teitur Örlygsson var að vonum ekki kátur með frammistöðu sinna manna í gærkvöldi.
 
Fréttir
- Auglýsing -