spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaFjórði sigur Stjörnunnar í röð kom gegn Íslandsmeisturum Hauka

Fjórði sigur Stjörnunnar í röð kom gegn Íslandsmeisturum Hauka

Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð í kvöld er liðið lagði Íslandsmeistara Hauka í Ólafssal, 82-93.

Stjarnan stefnir því hraðbyr upp töfluna og eru þær nú í 4. til 6. sætinu með 10 stig líkt og KR og Keflavík á meðan Haukar eru í 7. sætinu með 8 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn lengst af. Haukar leiða með 2 stigum eftir fyrsta leikhluta, en þegar í hálfleik var komið var Stjarnan komin 5 stigum yfir.

Í upphafi seinni hálfleiksins er leikurinn svo áfram stál í stál, en fyrir lokaleikhlutann eru Haukar 1 stigi á undan. Sá fjórði var svo nokkuð ólíkur fyrstu þremur leikhlutunum þar sem gestirnir úr Stjörnunni náðu öllum völdum á vellinum. Byggja þær sér hægt og bítandi upp gott forskot og vinna svo að lokum með 11 stigum, 82-93.

Stigahæstar fyrir Stjörnuna í leiknum voru Shaiquel McGruder með 24 stig og Greeta Uprus með 16 stig.

Fyrir Hauka var Krystal Freeman með 30 stig og Amandine Toi bætti við 23 stigum.

Tölfræði leiks

Haukar: Krystal-Jade Freeman 30/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Amandine Justine Toi 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 13, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3/5 stoðsendingar, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 2, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0/7 fráköst/10 stoðsendingar.


Stjarnan: Shaiquel McGruder 24/5 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Greeta Uprus 16/5 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 14, Eva Wium Elíasdóttir 11/8 stoðsendingar, Diljá Ögn Lárusdóttir 11, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 11/12 fráköst, Sigrún Sól Brjánsdóttir 5/5 fráköst, Inja Butina 1, Bára Björk Óladóttir 0, Fanney María Freysdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Eva Ingibjörg Óladóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -