Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð í kvöld er liðið lagði Íslandsmeistara Hauka í Ólafssal, 82-93.
Stjarnan stefnir því hraðbyr upp töfluna og eru þær nú í 4. til 6. sætinu með 10 stig líkt og KR og Keflavík á meðan Haukar eru í 7. sætinu með 8 stig.
Leikur kvöldsins var nokkuð jafn lengst af. Haukar leiða með 2 stigum eftir fyrsta leikhluta, en þegar í hálfleik var komið var Stjarnan komin 5 stigum yfir.
Í upphafi seinni hálfleiksins er leikurinn svo áfram stál í stál, en fyrir lokaleikhlutann eru Haukar 1 stigi á undan. Sá fjórði var svo nokkuð ólíkur fyrstu þremur leikhlutunum þar sem gestirnir úr Stjörnunni náðu öllum völdum á vellinum. Byggja þær sér hægt og bítandi upp gott forskot og vinna svo að lokum með 11 stigum, 82-93.
Stigahæstar fyrir Stjörnuna í leiknum voru Shaiquel McGruder með 24 stig og Greeta Uprus með 16 stig.
Fyrir Hauka var Krystal Freeman með 30 stig og Amandine Toi bætti við 23 stigum.
Haukar: Krystal-Jade Freeman 30/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Amandine Justine Toi 23/5 fráköst/6 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 13, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3/5 stoðsendingar, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 2, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0/7 fráköst/10 stoðsendingar.
Stjarnan: Shaiquel McGruder 24/5 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Greeta Uprus 16/5 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 14, Eva Wium Elíasdóttir 11/8 stoðsendingar, Diljá Ögn Lárusdóttir 11, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 11/12 fráköst, Sigrún Sól Brjánsdóttir 5/5 fráköst, Inja Butina 1, Bára Björk Óladóttir 0, Fanney María Freysdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Eva Ingibjörg Óladóttir 0.



