spot_img
HomeFréttirFjórði sigur Newberry í röð

Fjórði sigur Newberry í röð

Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson unnu um helgina sinn fjórða sigur í röð með Newberry háskólanum þegar Hiwassee skólinn kom í heimsókn, lokatölur 112-81 Newbeyrr í vil. Þetta var þriðji sigur Newberry í röð í SAC riðlinum í 2. deild NCAA keppninnar en liðið hefur samtals unnið fjóra leiki í röð en leikurinn gegn Hiwassee var ekki leikur innan SAC riðilsins.
Tómas og Ægir voru báðir í byrjunarliðinu um helgina gegn Hiwassee en Tómas skoraði 14 stig í leiknum, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Ægir gerði 9 stig, gaf 10 stoðsendingar, tók 3 fráköst og stal 3 boltum.
 
Mynd úr safni/[email protected]: Ægir skoraði 9 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Newberry um helgina. Hér er hann í leik með uppeldisfélaginu sínu Fjölni.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -