spot_img
HomeFréttirFjórði ósigur Granada í röð

Fjórði ósigur Granada í röð

 
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Granda á Spáni máttu þola 65-73 ósigur gegn Real Madrid í ACB deildinni í gær. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar en Granada og Mencora á botninum.
Jón var í byrjunarliðinu í gær og skoraði 4 stig í leiknum á rúmum 24 mínútum. Jón var einnig með 5 fráköst og eina stoðsendingu en allir fimm þristarnir hans í leiknum vildu ekki niður að þessu sinni. Ósigurinn í gær var sá fjórði í röðinni hjá Granada sem hafa aðeins unnið fimm deildarleiki og tapað 23.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -