spot_img
HomeFréttirFjórði oddaleikur Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár

Fjórði oddaleikur Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í 27 ár

Næstkomandi sunnudagskvöld fer fram hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla. Grindavík jafnaði einvígi liðsins gegn KR með sannfærandi sigri í gærkvöldi og staðan því 2-2 í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja titilinn og því ljóst að það þarf oddaleik til að skera út um sigurvegarann. 

 

Síðasti oddaleikur í lokaúrslitum fór fram árið 2013 er Grindavík vann Stjörnuna í skemmtilegum leik. Þetta er einungis í átta skipti frá árinu 1990 sem hreinan úrlitaleik þarf til að knýja fram úrslit á íslandsmóti karla. Árið 1990 var leikjum fjölgað úr mest þrem í mest fimm í lokaúrslitum og því mun sjaldgæfara. 

 

Þetta er í fjórða skiptið af þessum sjö sem það er Grindavík í þessum úrslitaleik og hefur liðið einu sinni staðið uppi sem sigurvegari og var það einmitt árið 2013. KR og Grindavík hafa tvisvar áður mæst í oddaleik í úrslitaeinvíginu og hefur KR hafi sigurinn í bæði skiptin. 

 

Alla oddaleiki í úrslitaeinvígi úrvalsdeildar karla og úrslit þeirra frá 1990 má finna hér að neðan:

 

2017

KR – Grindavík

 

2013 

Grindavík 79-74 Stjarnan

 

2010

Keflavík 69-105 Snæfell

 

2009 

KR 84-83 Grindavík

 

1999 

Keflavík 88-82 Njarðvík

 

1994

Grindavík 67-68 Njarðvík

 

1992

Keflavík 77-68 Valur

 

1991

Njarðvík 85-74 Keflavík

Fréttir
- Auglýsing -