spot_img
HomeFréttirFjórði keppnisdagur Ólympíuleikanna: Leikir dagsins

Fjórði keppnisdagur Ólympíuleikanna: Leikir dagsins

06:00
{mosimage}

 

(Lauren Jackson er ein sterkasta körfuknattleikskona heims og hefur jafnan farið fyrir sterku liði Ástralíu)

 

Fjórði keppnisdagurinn í körfuknattleik á Ólympíuleikunum hófst í nótt. Í nótt og nú fram eftir degi er aðeins keppt í karlaflokki en í gær var keppt í kvennaflokki. Eins og sakir standa í kvennaflokki eru Ástralía og Bandaríkin efst í sínum riðlum. Í A-riðli í kvennaflokki eru Ástralir og Rússar efstir, bæði lönd með tvo sigurleiki en í B-riðli trónir lið Bandaríkjanna á toppi riðilsins og er eina liðið í riðlinum sem unnið hefur tvo fyrstu leiki sína.

 

Leikirnir sem hófust í nótt og halda áfram eftir degi eru eftirfarandi í karlaflokki:

 

Íran-Litháen

Króatía-Rússland

Grikkland-Þýskaland

Kína-Spánn

Angóla-Bandaríkin

Argentína-Ástralía

 

Í kvennaflokki eru Lettar neðstir í A-riðli en eiga eins og sakir standa stigahæsta leikmanninn á mótinu en hún heitir Liene Jansone og hefur gert 20 stig að meðaltali í tveimur leikjum. Í karlaflokki er Þjóðverjinn Chris Kaman stigahæstur 24 stig að meðaltali í leik.

 

Rússar, Króatar og Litháen eru öll með einn sigur í A-riðli og þ.a.l. efst en í B-riðli eru Bandaríkin, Þýskaland og Spánn öll með einn sigur. Línur takast meira að skýrast í karlaflokki að lokinni keppni í dag.

 

Mynd: www.fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -