spot_img
HomeFréttirFjórar tilraunir og einn sigur hjá Þórsurum í úrslitakeppninni

Fjórar tilraunir og einn sigur hjá Þórsurum í úrslitakeppninni

Nýliðar Þórs frá Akureyri luku keppni í Dominio´s-deild karla í gærkvöldi þegar KR sendi þá 3-0 í sumarfrí. Þetta var í þriðja sinn sem Þór Akureyri tekur þátt í úrslitakeppninni en þeirra fyrsta ferð þangað var árið 1995 þegar liðið varð að fella sig við 2-0 ósigur gegn Keflavík.

Í annarri ferð Þórsara kom þeirra fyrsti og eini sigur í úrslitakeppninni í sögu félagsins í 2-1 tapi gegn Haukum árið 2000. Árið 2008 féll liðið 2-0 út gegn Keflavík. Fjórðu seríunni lauk í gærkvöldi eins og áður greinir þar sem Þór lá 3-0. Þór Akureyri hefur því leikið alls 10 leiki í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla, tapað níu og unnið einn.

Þórsarar áttu flottan vetur að baki með ungt og efnilegt lið og líka reynslu á bekknum í Benna Gumm að ógleymdu rauðvíninu Darrel Lewis en að þessu sinni voru margfaldir meistarar KR einfaldlega of stór biti en það verður forvitnilegt að sjá hvernig norðanmenn halda á spilunum í framhaldinu. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs sagði við Karfan.is eftir leik í gær að hann vonaðist til þess að Þór væri komið til að vera og næði að byggja á reynslunni frá þessu tímabili.

Leikir Þórs Akureyrar í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla (8-liða úrslit):

Úrslitakeppnin 2017
KR 3-0 Þór Akureyri

Úrslitakeppnin 2008
Keflavík 2-0 Þór Akureyri

Úrslitakeppnin 2000
Haukar 2-1 Þór Akureyri

Úrslitakeppnin 1995
Keflavík 2-0 Þór Akureyri

Fréttir
- Auglýsing -