spot_img
HomeFréttirFjölnisstúlkur leika með Álaborg

Fjölnisstúlkur leika með Álaborg

19:24

{mosimage}

Karfan.is hefur verið að færa fréttir af Íslendingum sem er að leika erlendis í vetur og nú nýlega fréttum við af tveimur Fjölnisstúlkum sem eru í Álaborg og munu spila með liði þeirra í dönsku 1. deildinni fram að áramótum. Þetta eru þær Erla Sif Kristinsdóttir og Erna María Sveinsdóttir.

Þær stöllur verða við nám í Aalborg sporthøjskole þar sem þær leggja stund á körfubolta og var þeim boðið að leika með liðinu.

Erla sagði í samtali við karfan.is að þeim litist vel á aðstæður, liðsfélagarnir hafi tekið vel á móti þeim og aðstæður séu góðar, stórt íþróttahús með tveimur sölum og þjálfaranir góðir.

Þá sagði Erla að þær myndu leika með Fjölni eftir áramót.

[email protected]

Mynd: www.fjolnir.is

Fréttir
- Auglýsing -