spot_img
HomeFréttirFjölnissigur í lokaleik deildarkeppninnar - Mæta deildarmeisturunum í 8 liða úrslitum

Fjölnissigur í lokaleik deildarkeppninnar – Mæta deildarmeisturunum í 8 liða úrslitum

Fjölnir hafði betur gegn Snæfell í kvöld í lokaumferð Subway deildar kvenna í Dalhúsum, 85-77.

Ljóst var fyrir leikinn að Fjölnir myndi enda í 8. sæti deildarinnar og fá þær því deildarmeistara Keflavíkur í 9 liða úrslitum úrslitakeppninnar, en hún rúllar af stað komandi mánudag 8. apríl. Snæfell endaði hinsvegar í 9. sætinu og þarf því að berjast fyrir sæti sínu í Subway deildinni gegn fyrstu deildar liðum Tindastóls, KR og Aþenu.

Atkvæðamest fyrir Fjölni í leiknum var Korinne Campbell með 31 stig og 19 fráköst. Fyrir Snæfell var það Shawnta Shaw sem dró vagninn með 23 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -