spot_img
HomeFréttirFjölnismenn völtuðu yfir Valsara í seinni hálfleik(umfjöllun)

Fjölnismenn völtuðu yfir Valsara í seinni hálfleik(umfjöllun)

12:56
{mosimage}
Jason Harden keyrir að körfu Fjölnismanna

Reykjavíkurmótinu lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum, Fjölnismenn tóku á móti Val í Grafarvoginum.  Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og höfðu gestirnir frumkvæðið framan af.  Fjölnismenn mættu hins vegar mun grimmari í seinni hálfleik og hreinlega stungu af í fjórða leikhluta.  Þeir unnu svo á endanum 20 stiga sigur, 89-69, og enda því í þriðja sæti í Reykjavíkurmótinu í ár.  Ægir Þór Steinarsson sýndi það og sannaði í leiknum í gær að hann er meira en unglingalandsliðsmaður, hann spilaði stórkostlega í seinni hálfleik fyrir Fjölnismenn og fór fyrir ungu liði heimamanna. Það er ljóst að Ægir er leikmaður sem vert er að fylgjast með í 1. deildinni í ár.

Bæði lið byrjuðu leikinn með kröftugum varnarleik og var því lítið um mikla sóknartakta.  Valsmenn höfðu frumkvæðið framan af leik og leiddu 4-5 þegar leikhlutinn var hálfnaður.  Eins og þessar tölur gefa til kynna var varnarleikurinn sterkur en Fjölnismenn skoruðu flest sín stig í fyrsta leikhluta af vítalínunni því skotin utan af velli geiguðu flest öll.  Fjölnismenn náðu þó tökum á leiknum á lokamínútunum og leiddu með 5 stigum þegar mínúta var eftir af leikhlutanum sem Valsmenn náðu þó að minnka niður í 2 stig á lokakaflanum, 19-17.

Valsmenn mættu af fullum krafti inn í annan leikhluta og skoruðu fyrstu 5 stigin.  Valsmenn höfðu þar þriggja stiga forskot sem þeir héldu meira og minna þangað til að leikhlutinn var hálfnaður.  Þá mættu skyttur fjölnismanna til leiks og lögðu þrjár laglegar þriggja stiga körfur ofaní og höfðu forksot 32-29.  Fjölnismenn létu vel í sér heyra og spiluðu aggressívaa svæðisvörn sem skilaði ætluðum árangri en þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum höfðu þeir náð mesta forskoti leiksins í stöðunni 38-31.  Valsmenn svöruðu þó með næstu 6 stigum og áttu Valsmenn seinustu sóknina sem rann þó út í sandinn og munaði því aðeins einu stigi á liðunum þegar flautað var til hálfleiks, 38-37. 

{mosimage}
Rob Hodgson í leiknum í gær

Fjölnismenn vöru duglegir að pressa allan völlinn og það er ljóst að Bárður ætlar sér að geta nýtt það í vetur.  Valsmenn virtust á tímum ekki tilbúnir fyrir þessa pressu og köstuðu boltanum fram á kærulausan hátt.  Liðin skiptust á að skora í upphafi þriðja leikhluta og hélt Fjölnir því forskoti fram undir miðjan leikhluta.  Það verður þó að koma fram að samstarf dómara og ritaraborðs var vægast sagt lélegt í leiknum og voru ófáir “neyðarfundirnir” vegna vitleysu á stigatöflunni eða annars ruglings.  Fjölnismenn sýndu virkilega sterkan leik undir lok þrijða leikhluta og sigldu hægt og rólega fram úr.  Fjölnismenn náðu mest 10 stiga forskoti á lokamínútunni þangað til Alexander Dungal skoraði seinusut 3 stig leiksins á lokasekúndunni og höfðu heimamenn því 7 stiga forskot þegar flautan gall, 65-58. 

Fjölnismenn stilltu miðið allsvakalega fyrir fjórða leikhlutan því þeir lögðu þrjá þrista í röð niður á gestina og höfðu fyrir vikið náð forskotinu upp í 14 stig þegar leikhlutinn var rétt tæplega hálfnaður, 74-60.  Valsmenn tóku leikhlé þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum og heyrðist það langt upp í rjáfur að þeir voru allt annað en ánægður með leik sinn.  Þeir pressuðu allan völlinn það sem eftir lifði leiks en allt kom fyrir ekki og Fjölnismenn fundu ótrúlegustu leiðir í gegnum vörnina hjá þeim og höfðu á endanum 20 stiga sigur, 89-69.

Umfjöllun og Myndir: Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -