spot_img
HomeFréttirFjölnismenn komu á óvart...eða hvað ?

Fjölnismenn komu á óvart…eða hvað ?

 Margir myndu segja að það voru Fjölnismenn sem komu á óvart í kvöld með sigri á Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni. Vissulega kemur það á óvart ef miðað er við stöðu liðanna í deildinni. En Fjölnismenn voru einfaldlega að spila hörku flottan bolta í kvöld og sigruðu heimalið Njarðvíkinga verðskuldað 70:77.
 Ólíkt því sem margir hafa haldið fyrir leik þá voru það Fjölnismenn sem voru töluvert sprækari. Fjölnismenn spiluðu agaðan körfuknattleik og létu boltann vinna fyrir þá. Á meðan virtist hver Njarðvíkingurinn á fætur öðrum ætla sér að skora hinumegin á vellinum og var lítið um spil. Fjölnismenn leiddu 14:25 eftir fyrsta fjórðung öllum að óvörum.
 
Áfram héldu Fjölnismenn í öðrum leikhluta að þjarma að meistaraefnum Njarðvíkinga þrátt fyrir háværa skammarræðu Sigurðar Ingimundarsonar voru það gestirnir sem voru komnir í 18:39 forystu. Njarðvíkingar voru á þessum tíma að fá ágætis skot en þau voru einfaldlega ekki að detta niður hjá þeim. FJölnismenn voru grimmir hinumegin á vellinum og réðust á öll sóknarfráköst sem var að skila þeim stig. Um miðbik annars leikhluta fóru Njarðvíkingar loksins að vakna og náðu að saxa muninn niður í15 stig fyrir hálfleik. Staða sem fáir hefðu lagt pening á fyrir leik og Njarðvíkingar aðeins búnir að skora 26 stig.
Njarðvíkingar hófu fyrri hálfleik á fyrstu 4 stigunum en náðu bara engan vegin að að stoppa Fjölnismenn hinumegin á vellinum. Sóknarleikur liðsins afar tilviljanakenndur og þau sóknarkerfi sem sett voru upp fengu sjaldnast að ganga meira en 5 til sekúndur. Agaður sóknarleikur gestanna hélt áfram og skilaði þeim einföldustu stigum sem um geta í körfuknattleik. Staðan var 50:64 eftir þriðja fjórðung og nú fór hver að verða síðastur að hysja upp um sig brækurnar hjá heimamönnum því fram að þessu var ekkert í spilunum að þeir myndu fara með sigur af hólmi þetta kvöldið.
 
Jóhann Ólafsson hóf síðasta fjórðung með þrist, akkúrat það sem heimamenn þurftu. Vörn Njarðvíkingar hertist og þeir höfðu náð muninum niður í 6 stig þegar 4 mínútur voru liðnar af síðasta fjórðungnum. En Fjölnismenn voru harðir af sér og virtust standa af sér flestar tilraunum heimamanna til að ná muninum niður. Þegar 3:30 mínútur voru eftir af leiknum tók Sigurður Ingimundarson leikhlé og munurinn voru 10 stig, 60:70 og fór þar með líkast til yfir þær allra síðustu tilraunir heimamanna á sigri í leiknum. Tómas Tómasson sem leikið hafði frábærlega í leiknum setti niður þrist þegar 1:30 mínútur voru eftir af leiknum og munurinn komin í 13 stig. Þarna má segja að loka naglinn hafi verið settur í kistu Njarðvíkinga og sem fyrr segir Fjölnismenn vel að þessum sigri komnir. 
 
Fréttir
- Auglýsing -