spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjölnismenn herjuðu á Sindra

Fjölnismenn herjuðu á Sindra

Fjönir sótti Sindra heim í Ice Lagoon Höllina í gærkvöldi. Heimamenn enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en þeir voru 0 – 5 sem af var leiktíð.

Fjölnir (3 – 1) höfðu unnið 3 í röð eftir að hafa aðeins tapað sínum fyrsta leik í deildinni.

 

Borgarafundur á Kaffihorninu

Fyrir heimaleiki Sindra hópast stuðningsmenn á Kaffihornið, notalegan veitingastað sem staðsettur er 4 skrefum frá aðalinngangi Ice Lagoon hallarinnar, þar á leikdegi er að finna Sindraborgara á seðil, en kvittun fyrir honum gildir einnig sem inngögnumiði á leikinn.

Mike þjálfari mætir á staðinn og leggur línurnar og svarar spurningum.

Það var vel mætt fyrir leik í gær, en um 30 stuðningsmenn voru mættir og virðist Mike ánægður sem stöðu mála, mjög jákvæður og sagði fyrir leik að það yrði skemmtilegt að geta landað fyrsta sigri tímabilsins.

 

Kátt í Höllinni

Aftur leggur góður fjöldi stuðningsmanna leið sína í Ice Lagoon Höllina en um 150 manns voru mættir til að fylgjast með öðrum heimaleik í þessari frumraun Sindramanna í fyrstu deild, hér þarf að fara huga að stækkun á íþróttahúsi til að anna eftirspurn.

 

Byrjunarlið Sindra:

#1 Sigurður Guðni Hallsson – #3 Árni Birgir Þórvarðarson – #4 Barrington Stevens ||| – #6 Kenneth Fluellen – #10 Gísli Þórarinn Hallsson

 

Byrjunarlið Fjölnis:

#10 Anton Olozno Grady – #11 Róbert Sigurðsson – #14 Egill Agnar Októsson – #16 Vilhjálmur Theodór Jónsson – #24 Srdan Stojanovic

 

Gangur leiksins

Í byrjun virtist sem vallarstarfsmenn hefðu gleymt að taka lokið af körfu heimamanna en það tók 4 mínútur og 25 sekúndur að ná í fyrstu stigin.

 

Fjölnir hélt þriggja til níu stiga forskoti allan fyrri hálfleikinn. Strax í upphafi annars leikhluta voru heimamenn með 14 villur gegn 6 hjá Fjölnismönnum.

 

Leikurinn var þó nokkuð jafn í fyrri hálfleik fyrir utan bratta byrjun, staðan 21 – 28 fyrir Fjölni þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Aðeins eitt lið mætti þó til leiks í þriðja leikhluta og það voru gestirnir. Þeir komu sér upp í þægilega 30 stiga forystu og héldu því út leikinn.

 

Bæði lið spiluðu góða vörn í þessum leik, en Sindramenn skora 21 stig út af töpuðum boltum og Fjölnir 20, svo að fyrir þá sem hafa gaman af varnarleik þá var þessi leikur mikil veisla.

Þá ber helst að nefna að atvik leiksins á sér stað í miðjum þriðja leikhluta þegar #13 Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson tekur dýfu inní sendingu og blakar boltanum á samherja sem fær auðvelt layup fyrir vikið.

Anton Olonzo Grady er einn framlagamesti leikamður 1. Deildar sem af er leiktíð og gerði enga undantekningu á því í þessum leik, 33 stig, 23 fráköst og 4 stoðsenidngar og 4 varin skot á þeim tæpum 28mín sem hann var á gólfinu.

 

Viðtöl

 

 

Hvað er næst

Sindramenn róa meðfram suðurströndinni og sækja Selfoss heim þann 15. Nóv.

Fjönir fær Hött í heimsókn þann 16. Nóv.

 

Upptaka af leiknum:

 

Umfjöllun, viðtöl / Ottó Marwin

 

 

Fréttir
- Auglýsing -