spot_img
HomeFréttirFjölnismenn halda í vonina

Fjölnismenn halda í vonina

Fjölnismenn halda í vonina að ná í úrslitakeppnina í ár með góðum sigri á lánlausum Njarðvíkingum. Fjölnismenn voru ákveðnari mest allan leikinn og leiddu í hálfleik 43:36. Svo fór að Fjölnismenn sigruðu svo nokkuð örugglega 92:74. 
Fjölnir byrjuðu leikinn mun ákveðnari en Njarðvík og spiluðu mjög hraðar sóknir sem Njarðvík átti erfitt með að halda í og komust í 20-11 eftir 5.mínútna leik og Njarðvíkingar tóku leikhlé um það bilið til að fara yfir sín mál. Björgvin Ríkharðsson spilaði virkilega góða vörn á Odd Birni hjá Njarðvík og töpuðust nokkrir boltar í sóknarleik Njarðvíkinga sem Fjölnir nýtti vel og skoraði úr hraðaupphlaupum  hinumegin. 24:17 var staðan þegar fyrsta leikhluta var lokið, heimamenn í vil.
Áfram hélt Fjölnir á sama hraða og voru að  hitta vel úr skotum sínum annað en Njarðvíkurmenn sem voru að taka erfið skot sem ekki voru að detta, Staðan  var 35:23 þegar 4:50 mín. voru eftir af öðrum leikhluta. 43 – 36 var staðan þegar liðin gengu til klefa í hálfleik. Calvin og Nathan báðir með 10 stig hjá Fjölni en stigahæstur hjá Njarðvík var Cameron með 14stig. 

 

Þjálfara par Njarðvíkur hefur haldið góða ræðu í hálfleik, Njarðvík gerði gott áhlaup og minnkuðu muninn í 2 stig á 2min. og staðan 45-43 fyrir Fjölni , liðin voru hnífjöfn og skiptust á stigum út leikhlutann og endaði hann 63 – 57. 

 

Fjölnismenn komu beittir til leiks og  breyttu stöðunni fljótt í 71 – 61,  Nathan tók á skarið fyrir Fjölnismenn og kom þeim aftur á bragðið með sterkum sóknarleik,

85:72 var staðan  þegar 3. mín. voru eftir af leiknum og vissulega möguleiki fyrir Njarðvíkinga. En það var Björgvin Ríkharðsson sem reið baggamun undir lok leiks þegar hann setti tveggja stiga stökkskot og svo aðra þriggja stiga til viðbótar, svo strax í næstu sókn Njarðvíkinga var það Jón Sverris sem stal boltanum af Njarðvík. Þarna var bilið orðið einfaldlega of breitt fyrir gestina og því voru það Fjölnismenn sem unnu verðskuldað að lokum. 

Fjölnir-Njarðvík 92-74 (24-17, 19-19, 20-21, 29-17)
 
Fjölnir: Calvin O’Neal 27/8 fráköst, Nathan Walkup 20/11 fráköst, Jón Sverrisson 16/12 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13, Daði Berg Grétarsson 2, Gunnar Ólafsson 0, Gústav Davíðsson 0, Tómas Daði Bessason 0, Haukur Sverrisson 0, Hjalti Vilhjálmsson 0, Trausti Eiríksson 0.
Njarðvík: Cameron Echols 24/15 fráköst, Travis Holmes 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 13/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson 6/7 fráköst, Styrmir Gauti Fjeldsted 6/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Oddur Birnir Pétursson 2, Maciej Stanislav Baginski 1, Sigurður Dagur Sturluson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0. 

texti/mynd: Karl West 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -