9:30
{mosimage}
Fjölnismenn hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í staðinn fyrir David Fanning, sem yfirgaf liðið eftir stutta veru hér á landi.
Nýi maðurinn heituir Karlton Mims og er 27 ára og 189 sm bakvörður sem er að upplagi leikstjórandi en getur einnig spilað skotbakvörð. Mims lék með Washburn-háskólanum en á síðasta tímabili skoraði hann 12,1 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali með Porvoon Tarmo í finnsku úrvalsdeildinni.
Tarmo-liðið endaði í 7. sæti og datt út fyrir verðandi meisturum í Honka í úrslitakeppninni en þar skoraði Mims þó aðeins 5,7 stig að meðaltali og klikkaði á 20 af 26 skotum sínum. Mims er samt ágæt skytta því hann nýtti 41% af 91 þriggja stiga skoti sínu í Finnlandi í fyrra.