spot_img
HomeFréttirFjölniskonur mun sterkari í Dalhúsum

Fjölniskonur mun sterkari í Dalhúsum

Hann var aldrei spennandi leikurinn sem fór fram í Dalhúsum í gær þegar Fjölnir tók á móti Þór Akureyri í 1. deild kvenna. Fjölniskonur náðu forskoti strax á fyrstu mínútum leiksins og juku það jafnt og þétt eftir því sem leið á hann. 
 
Þórsarar börðust vel allan tímann og voru duglegar að sækja sóknarfráköstin en það dugði ekki til og Fjölnir landaði öruggum 28 stiga sigri. Mone Peoples var atkvæðamest í liði Fjölnis með 32 stig og 8 stoðsendingar og Telma María Jónsdóttir kom næst með 15 stig. Hjá Þór var Helga Rut Hallgrímsdóttir stigahæst með 24 stig og 12 fráköst og Heiða Hlín Björnsdóttir næststigahæst með 19 stig. Þá átti Erna Rún Magnúsdóttir góðan leik í liði gestanna, var með 8 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar.  
 
 
 
Myndir/umfjöllun: [email protected]
Fréttir
- Auglýsing -