spot_img
HomeFréttirFjölniskonur byrjuðu af krafti en það dugði skammt gegn Íslandsmeisturunum

Fjölniskonur byrjuðu af krafti en það dugði skammt gegn Íslandsmeisturunum

Í kvöld fór fram fyrsti leikur í neðri hluta Subway deildar. Í Grafarvoginum áttust við Fjölnir og Valur.  Leikir þessara liða hafa verið spennandi í vetur þar sem það hefur í tvígang gerst að Fjölniskonur hafa byrjað betur og leitt lengst af en Valskonur síðan sett í annan gír og hafa landað sigrum í fyrri deildarleikjum liðanna.

Það sama gerðist í kvöld. Fjölniskonur mest 16 stiga forystu í stöðunni 18-2, hlupu hraðar og léku við hvern sinn fingur.

Um miðjan leikhlutan tóku Valskonur aðeins við sér og sigu á forskotið og endaði fyrsti leikhluti í 4ra stiga forystu Fjölnis.

Sama var uppi á teningnum lengst af í 2 leikhluta þar til um 90 sekúndur voru eftir.  Þá kom gríðalegt áhlup Valskvenna sem skoruðu hvert stigið á fætur öðru og skildu heimakonur eftir ráðalausar. Gengu liðin til leikhlés í stöðunni 33-38 og Valur þar með með 5 stiga forystu.

Valkonur áttu fyrstu 3 stig seinni hálfleiksins. Bæði lið spiluðu góða vörn og lítið var skorað til að byrja með.  Smásaman fundu Valskonur greiðari leið í gegn um vörn Fjölnis og náðu þær vænlegri stöðu fyrir lokaleikhlutann 44-63.

Fjórða leikhlutinn var Valskvenna. Þær börðust um alla bolta og Fjölniskonur áttu fá svör. Forskotið var vel yfir 20 stig um miðjan síðasta leikhluta og bilið hélt áfram að breikka og svo fór að Valur hafði 33 stiga sigur. Lokatölur 54-87.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -