Í þriðja leikhluta vildi boltinn illa ofaní hjá Blikum en á meðan virtist allt detta hjá Fjölni og bættu þær í enn meira og staðan var 33 – 58 þegar honum lauk.
Fjórði leikhluti var meira spennandi þar sem Breiðablik skerptu á vörn sinni og fullar sjálfstrausti fóru að setja skot sín niður og réttu úr stöðu mála aðeins en það dugði ekki til, Elín Sóley átti frábæran leik fyrir Breiðablik og setti 18stig og 10fráköst, Ingunn reif niður 11fráköst og skoraði 7stig og rest dreifðist vel milli leikmanna.
Hjá Fjölni var Hrund með 18fráköst og 7stig en Mone Peoples var stigahæst með 24stig 7stoðs 5stolna.



