spot_img
HomeFréttirFjölnir vann botnslaginn (Umfjöllun)

Fjölnir vann botnslaginn (Umfjöllun)

7:28

{mosimage}

Birna Eiríksdóttir kom sterk inn í seinni hálfleik 

Leikur í botnbaráttu Iceland expressdeildar kvenna var háður í kvöld. Fjölnisstúlkur tóku á móti Snæfelli í Grafarvogi og voru bæði lið án stiga fyrir leikinn og mikið í húfi fyrir bæði lið að ná inn sínum fyrstu stigum. Dómarar kvöldsins voru þeir léttu á fæti Davíð Tómasson og Ingi Ómarsson. Ekki var margt í húsinu og mættu nú fleiri leggja sér leið að styðja stúlkurnar jafnt og strákana.

Fyrsti hluti var hnífjafn og skiptust liðin nánast á að skora. Ashley Bowman setti tvo mikilvæga þrista fyrir Fjölni til að missa Snæfell ekki frá sér og yfir miðjann hlutann var jafnt 13-13 þegar Sara Magnúsdóttir setti niður sín vítaskot fyrir Snæfell og kom fersk af bekknum. Efemía Sigurðardóttir setti einn mikilvægann þrist líka til að halda Fjölni við efnið en Snæfellsstúlkur áttu það til að gefa aðeins meira í á köflum. Snæfell leiddi eftir fyrsta hluta 20-22.

Fjölnir voru að hitta stóra góða þrista og héldu forskoti í öðrum hluta og var Ashley Bowman að fara fyrir sínu liði og var komin með 14 stig um miðjan hlutann. Eftir að Fjölnir hafði komist í 31-26 komu Snæfellsstelpur til baka og jöfnuðu í 33-33 þegar 3 mín voru eftir. Leikurinn var nokkuð jafn annars heilt yfir og nokkuð áþekk lið að getu að eigast við. Birna Eiríks var þó ekki á því að halda jöfnu og setti góðann þrist ásamt Ashley Bowman og staðan breyttist snarlega í lokin og leiddu Fjölnisstelpur 41-36 í hálfleik og unnu þær leikhlutann 21-14 þar sem stóru körfunar skiptu máli.

Í hálfleik var hjá Fjölni var Ashley Bowman komin með 21 stig og var bar af í skori þó fleiri hafi sett í púkkið gott framlag. Eva María var næst með 6 stig. Hjá Snæfell var Detra Ashley með 12 stig og systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur með sín hvor 7 stigin.

Fjölnir byrjaði af krafti og voru komnar í 10 stiga mun 46-36 strax í byrjun og voru að spila góða vörn þar sem skotin hjá Snæfelli voru ekki að detta. Fjölnir keyrði upp hraðann með títt nefndu Ashley Bowman í fararbroddi og voru komnar í 55-38 eftir 5 mín og höfðu átt magnaðann 13-2 kafla. Óíþróttamannsleg villa var dæmd á Gunnhildi hjá Snæfell og í kjölfarið setti Ashley niður bæði skotin. Heilladísirnar hjá Snæfelli voru ennþá í kaffi og misstu þær boltann of oft í hlutanum og Fjölnir voru fljótar að refsa. Fjölnisstúlkur komust svo í 20 stiga forskot 62-42 og var Birna Eiríksdóttir að koma sterk fyrir Fjölni í þessum hluta og hafði sett 12 stig. Fjölnir vann þriðja hluta 23-10 og leiddi 64-46 fyrir lokahlutann. 

Gífurlega var skorað af þristum hjá Fjölni og voru þar Ashley Bowman, Birna Eiríksdóttir og Efemía Sigurbjörns og Eva María Grétars sem hittu vel. Erfiðlega gekk fyrir Snæfell að elta uppi 20 stiga mun og fór mikil orka í að koma til baka og munurinn orðinn of mikill úr öðrum og þriðja leikhluta til að gera einhverjar rósir þó hlutinn hafi verið nokkuð jafn (20-19). Fjölnir hélt sínum upptekna leik og þegar staðan var orðin 82-58 og 2 mín eftir og Ashley komin með 34 stig var ekkert sem kom í veg fyrir stórsigur Fjölnisstúlkna sem áttu algjörlega seinni hluta leiksins.

Fjölnir sigraði svo 84-65 og eru komnar úr botnsætinu eftir þennan glæsisprett en nýliðar Snæfells þurfa að hinkra aðeins lengur.

Hjá Fjölni var Ashley Bowman með yfirburði og skoraði 36 stig og var með 7 stoðs. Birna  kom gríðarlega vel inn í seinni hálfleikinn og setti 17 stig, Eva María var með 9 og settu þessar þrjár niður 10 þrista í kvöld. Hjá Snæfelli var Gunnhildur Gunnars að fara fyrir sínu liði með 19 stig og 6 stoðs. Detra Ashley setti 17stig og 17 fráköst. Sara Magnúsdóttri var með 10 stig.

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín.

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -