spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjölnir tilkynnir nýja leikmenn

Fjölnir tilkynnir nýja leikmenn

Fjölnir sendi frá sér færslu á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld að félagið myndi kynna nýja leikmenn á morgun.

Samkvæmt færslunni, sem sjá má hér mun vera um tvo leikmenn að ræða, en á mynd með henni hanga tvær treyjur í búningsklefa, önnur númer sjö og hin númer átta. Ekki er auðvelt að lesa úr hvaða leikmenn félagið er að vísa í þar sem margir leikmenn hafa verið í þessum númerum í gegnum árin s.s. Davíð Ingi Bustion, Fanney Ragnarsdóttir, Srdjan Stjojanovic, Smári Hrafnsson, Halldór Steingrímsson, Ægir Þór Steinarsson og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir.

Myllumerki með færslunni ætti þó að gefa einhverja vísbendingu, en það er #112innaðbeini, svo gera má ráð fyrir að þetta séu að upplagi leikmenn úr Grafarvoginum sem verið er að vísa í.

Tilkynningin mun fara frá þeim í hádeginu á morgun, eða nákvæmlega kl. 12:00.

Fréttir
- Auglýsing -