Hauka og Fjölnir mættust í Iceland-Express deild kvenna í gærkvöldi og var þetta síðasta umferð áður en deildinni verður skipt upp en Haukar voru fyrir leikinn búnar að tryggja sér sæti í efri hlutanum en Fjölnir sat á botni deildarinnar.
Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum og var munurinn mest 6 stig. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrstu tvo leikhlutana en Fjölnir hafði þó forystuna 25-29 í hálfleik.
Fjölnir hélt forystunni nánast allan 3. leikhlutann en í stöðunni 32-38 skoruðu Haukar 9 stig í röð og breyttu stöðunni í 41-38. Fjölnir komst þó aftur yfir og þegar 1 mín. var eftir var staðan 52-55. Natasha Harris setti niður tvö víti og munurinn því orðinn 5 stig. Katie Snodgrass minnkaði muninn með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki þegar um 8 sek. voru eftir. Katie setti vítið niður og munurinn því eitt stig. Fjölnir tók innikast og boltinn barst til Birnu Eiríksdóttur sem dripplaði upp allan völlinn og skoraði og tíminn rann út.
Hjá Fjölni var Natasha Harris stigahæst með 22 stig og Inga Buzoka var með 15 stig.
Katie Snodgrass var stigahæst Haukakvenna með 18 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir gerði 18 stig