Þórsstelpur komu í bæinn til að keppa um sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili og fór sá leikur 83-43 Fjölni í vil.
Leikurinn byrjaði vel, Fjölnisstúlkur skoruðu fyrstu 5 stigin og sást það að þær ætluðu ekki að fara að gefa neitt í gærkvöld. Þórsarar komu fyrstu stigum niður á blað eftir 3 mín. og komust næst Fjölni þegar staðan var 12 : 9 og endaði sá leikhluti 19 : 11 Fjölni í vil.
Þórsarar náðu ekki að finna góða leið gegn sterkri vörn Fjölnis og voru ekki að ná góðum skotum, sem varð til þess að Fjölnir fengu hraðaupphlaup og auðveldar körfur sem skilaði 45:23 í hálfleik.
Fjölnisstúlkur voru með yfirhöndina á leiknum allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu, leikurinn endaði 83 : 43 fyrir Fjölni.
Fjölnir getur tryggt sér sæti í efstu deild að ári með sigri í næsta leik á Akureyri á sunnudaginn klukkan 15:30
Texti og myndir: Karl West Karlsson



