spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjölnir semur við Kennedy Clement

Fjölnir semur við Kennedy Clement

Fjölnir hefur samið við Kennedy Clement fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Kennedy hefur leikið með Selfossi síðustu tímabil, en hann kemur frá Spáni og er fæddur 2002, er 202 cm á hæð, kemur úr ungmennastarfi Real Betis en þaðan hafa komið margir verulega sterkir atvinnumenn s.s. Kristaps Porzingis hjá Dallas Mavericks og Tomas Satoransky hjá Barcelona verandi tveir þeirra.

,,Ég er mjög spenntur að hafa samið við Fjölni og hlakka til að hefjast handa enda verðugt verkefndi framundan hjá Fjölni.  Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum,” sagði Kennedy eftir að hafa skrifað undir á dögunum.

Fréttir
- Auglýsing -