spot_img
HomeFréttirFjölnir semur við hávaxinn Króata

Fjölnir semur við hávaxinn Króata

Fjölnir vinnur nú hörðum höndum að því að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi leiktíð í Dominos deild karla. Fyrr í dag kynnti liðið til leiks Jere Vucica frá Króatíu.

Jere er 27 ára framherji, 206 cm á hæð og spilaði síðast í Þýskalandi. Hann lék með Miami Redhawk háskólanum og ætti að styrkja teig Fjölnis gríðarlega.

Fjölnir verður nýliði í Dominos deildinni eftir að hafa unnið úrslitakeppni 1. deildar. Liðið hefur samið við lykilmenn síðustu leiktíðar og vinnur að því að styrka hópinn.

Fréttir
- Auglýsing -