spot_img
HomeFréttirFjölnir með Árna Ragg innanborðs lagði ÍR

Fjölnir með Árna Ragg innanborðs lagði ÍR

 
Fjölnir og ÍR mættust í Dalhúsum í Grafarvogi í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi. Fjölnismenn fóru með 84-81 sigur af hólmi þar sem Calvin O´neal gerði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Fjölnismanna. Glöggir gestir á leiknum tóku eftir því að Árni nokkur Ragnarsson var í gulu í gærkvöldi en samkvæmt heimildum Karfan.is mun Árni leika með Grafarvogsliðinu í vetur.
Árni lét vel til sín taka í þessum fyrsta leik með Fjölni eftir veru í Bandaríkjunum en hann skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. Nemanja Sovic var stigahæstur hjá ÍR með 26 stig og Sveinbjörn Claessen bætti við 17.
 
Mynd/ Karl West Karlsson: Árni sækir að körfu ÍR í gærkvöldi.
Fréttir
- Auglýsing -