spot_img
HomeFréttirFjölnir leiddi lengst af en það dugði ekki til gegn Íslandsmeisturum Vals

Fjölnir leiddi lengst af en það dugði ekki til gegn Íslandsmeisturum Vals

Valskonur lögðu leið sína í Grafarvoginn í kvöld og það er óhætt að segja að staða þeirra í deildinni hljóta að vera þeim  vonbrigði. Ríkjandi Íslandsmeistarar voru fyrir leikinn í 7 sæti deildarinnar.

Fjölniskonur hafa ekki heldur verið að sækja sigra undanfarið en sækja kannski kraft í þá tilhugsun að leikur þeirra gegn Val í fyrri umferðinni var einn þeirra besti sem þær hafa leikið á tímabilinu. Þær stefna því eflaust að því að endurtaka þann leik og gott betur með að ná í sigur að þessu sinni.

Það var Fjölnir sem byrjað betur og komust þær  í 6-0 en þá tóku Valskonur við sér og jöfnuðu og komust yfir. Jafnt var síðan á flestum tölum út fyrsta leikhlutan.

Í öðrum leikhluta komu gestirnir hins vegar ekki til leiks fyrir en verulega leið á. Voru að missa boltann og náðu engum takti við leikinn. Fjölnir náði myndarlegri forystu og það var ekki fyrr en í lokin að Valur saxaði á það.  Er gengið var til leikhlés höfðu Fjölnismenn 9 stiga forystu, 44-35.

Fjölniskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og uku sína forystu.  Valkonur voru þó alls ekki á því að gefast upp og börðust eins og ljón um alla bolta. Þriðja leikhuta lauk í stöðunni 64-55.

Fjórða leikhlutan tóku Valskonur til sinna ráða og minnkuðu forskotið jafnt og þétt.

Leikurinn fór að líkjast fyrri leik liðanna þar sem Fjölnir leiddi lungað af leiknum eða tapaði undir lokin.

Fjölniskonur voru ekki á því og var stemningin í liðinu aðdáunarverð. Þær voru ákveðnar í að breyta þeirri sögu og héldu áfram forystunni, þó naum væri.

Hjalti tók leikhlé í stöðunni 71-69 og 4,30 min eftir af leiknum.

Valskonur komust síðan yfir með góðum þristi og við tóku æsispennandi lokamínútur.

Brotið var á Raquel utan þriggja stiga línuna er 37 sek voru eftir. Hún skoraði úr öllum þremur vítunum og Valskonur með 3ja stiga forystu og taka leikhlé.

Þær tapa boltanum í uppkast og Fjölnir fær tækifæri til að jafna. Það gekk þó ekki eftir og Valur eykur forystuna í lokin með því að setja niður tvö víti.

Það fór svo að Valskonur höfðu sigur 75-80.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -