Fjölnir lagði Breiðablik fyrr í kvöld í Dalhúsum í fyrstu umferð Subway deildar kvenna, 75-71.
Atkvæðamestar fyrir heimakonur í leiknum voru Dagný Lísa Davíðsdóttir og Ciani Cryor. Dagný Lísa skilaði 18 stigum og 10 fráköstum og Ciani 21 stigi og 7 fráköstum.
Fyrir gestina úr Kópavogi var Iva Georgieva atkvæðamest með 22 stig og 9 fráköst og þá bætti Isabella Ósk Sigurðardóttir við 9 stigum og 11 fráköstum. Isabella lék þó aðeins fram í þriðja leikhluta, eða rúmar 17 mínútur, en þá þurfti hún að yfirgefa leikinn vegna meiðsla á ökkla.
Myndasafn (Bára Dröfn)
Viðtöl / Fjölnir FB