spot_img
HomeFréttirFjölnir Íslandsmeistari í 11. flokki

Fjölnir Íslandsmeistari í 11. flokki

15:48

{mosimage}
(Íslandsmeistarar Fjölnis árið 2008)

Fjölnir varð Íslandsmeistari í 11. flokki í dag þegar þeir lögðu Hauka að velli 53-80. Er þetta fjórða árið í röð sem þessir flokkar spila til úrslita og ávallt hefur Fjölnir haft betur. Hjá Haukum var Haukur Óskarsson valinn bestur en hann skoraði 21 stig, tók 7 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 4 boltum og varði 3 skot. Hjá Fjölnir var Ægir Þór Steinarsson valinn bestur en hann skoraði 24 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 6 fráköst og stal 6 boltum

Það voru Haukar sem hófu leikinn betur og leiddu 10-4 um miðjan 1. leikhluta. Þá kom frábær leikkafli hjá Fjölni þar sem þeir skoruðu 18 stig gegn aðeins tveimur fram í annan leikhluta og breyttu stöðunni í 22-12 en þá skoruðu Haukar og minnkuðu muninn í 7 stig 22-15. Staðan í hálfleik var 29-37 fyrir Fjölni.

{mosimage}
(Arnþór Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson fyrirliðar Fjölnis hafa nokkrum sinnum áður lyft bikar)

Í seinni hálfleik keyrði Fjölnir upp muninn jafnt og þétt þar sem Tómas Tómasson og Ægir Þór Steinarsson fóru á kostum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 38-56 fyrir Fjölni. Haukar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en Fjölnismenn voru sterkari á öllum vígstöðvum og unnu sannfærandi og sanngjarnan sigur.

Fjölnir hefur orðið Íslandsmeistari fimm ár í röð eða síðan þeir voru í sjöunda flokki. Sannarlega glæsilegur árangur.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -