spot_img
HomeFréttirFjölnir Íslandsmeistari 2018

Fjölnir Íslandsmeistari 2018

Fjölnir sigraði KR með 15 stigum, 48-63, í úrslitaleik Íslandsmóts 9. flokks drengja. Fjölnir því Íslandsmeistarar, en í undanúrslitum lögðu þeir KR á meðan að KR fóru í gegnum Stjörnuna á leið til úrslita.

 

Gangur leiks

Leikurinn var jafn og spennandi framan af. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Fjölnir með 4 stigum, 11-7. Í öðrum leikhlutanum jafna KR þó stöðu sína, en eru þó 1 stigi undir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 26-25. Í upphafi seinni hálfleiksins voru Fjölnismenn svo betri. Leiða með 7 stigum fyrir lokaleikhlutann, 45-38. Í Honum gerðu þeir svo nóg til að sigra að lokum með 15 stigum, 48-63.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Fjölnir tók 45 fráköst í leiknum gegn 30 hjá KR. Þar af tók liðið 18 sóknarfráköst, fyrir vikið tók miðið 18 fleiri skot í leiknum sem má segja að sé helsti munurinn á liðunum þar sem nýtingin er svipuð hjá liðunum. 

 

Hetjan

Ólafur Ingi Styrmisson átti frábæran leik fyrir Fjölni og var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Ólafur endaði með 8 stig, 23 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. 

 

Tölfræði leiks

 

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -