spot_img
HomeFréttirFjölnir Íslandsmeistarar í drengjaflokki - Ólafur Ingi maður úrslitaleiksins

Fjölnir Íslandsmeistarar í drengjaflokki – Ólafur Ingi maður úrslitaleiksins

Fjölnir urðu í dag Íslandsmeistarar í drengjaflokk eftir sigur á Suðurlandi í úrslitaleik. Fjölnisdrengir byggðu upp 25 stiga forystu fyrstu þrjá leikhlutana, en með góðri endurkomu náði Suðurland að koma muninum niður í aðeins 5 stig á lokamínútu leiksins. Undir lokin náði Fjölnir þó að sigla 7 stiga sigri í höfn, 82-75.

Myndasafn KKÍ

Tölfræði leiksins

Ólafur Ingi var valinn maður leiksins

Maður leiksins var valinn Ólafur Ingi Styrmisson, en hann skilaði 30 stigum, 19 fráköstum og stal 3 boltum. Þá bætti Daníel Ágúst Halldórsson við 18 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Í silfurliðinu voru Ísak Júlíus Perdue og Eyþór Lár Bárðarson atkvæðamestir með 21 stig báðir, Ísak einnig með 6 fráköst og Eyþór með 5 fráköst. Þá bætti Jónas Bjarki Reynisson við 11 stigum og 6 fráköstum.

Myndir / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -