spot_img
HomeFréttirFjölnir Íslandsmeistarar í 10. flokki drengja – Brynjar Kári maður úrslitaleiksins

Fjölnir Íslandsmeistarar í 10. flokki drengja – Brynjar Kári maður úrslitaleiksins

Fjölnir varð í dag Íslandsmeistari í 10. flokki drengja eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, en undir lok fyrri hálfleiksins náði Fjölnir að byggja sér upp forystu. Þrátt fyrir nokkur áhlaup Stjörnunnar náði Fjölnir að halda í þessa forystu þar til yfir lauk og sigruðu þeir úrslitaleikinn með 17 stigum, 72-55.

Hérna er myndasafn dagsins frá Körfunni / Bára Dröfn

Hérna er myndasafn KKÍ

Hérna er tölfræði leiksins

Brynjar Kári var maður úrslitaleiksins

Brynjar Kári Gunnarsson var valinn maður úrslitaleiksins, en hann skilaði 19 stigum, 8 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 vörðum skotum. Í silfurliði Stjörnunnar var Kristján Fannar Ingólfsson atkvæðamestur með 18 stig og 4 fráköst.

Myndir / KKÍ & Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -