Í dag var Fjölnir að tryggja sér sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð og taka sæti Vals sem féll niður í fyrstu deild. Fjölnir og Þór Akureyri mættust í sínum öðrum úrslitaleik þar sem Fjölnir hafði betur 42-57.
Leikurinn byrjaði með krafti og voru Þórsstelpur mun ákafari í þessum leik en þeim síðasta sem var í Dalhúsum síðastliðinn föstudag. Fyrsti leikhluti byrjaði vel og var stigaskorið jafnt 4-5 fyrir Fjölni, en þegar leið á leikhlutann gaf Fjölnir í og endaði 4 – 19.
Annan leikhluta unnu Þósarar eftir að hafa fengið smá ræðu milli leikhluta og unnu hann 12 stig gegn 9 og munurinn var 12 stig í hálfleik 16 – 28 fyrir Fjölni.
Þórsararnir börðust vel í seinni hálfleik, og sóttu hart að Fjölni og náðu muninum í 9 stig en lengra komust þær ekki og Fjölnisstúlkur héldu forystunni og sigruðu að lokum með 15 stigum 42 – 57.
Stigaskor Fjölnis: Gréta María 18 stig, Aðalheiður 9, Bergþóra 9, Efemía 9, Erla Sif 6, Bergdís 4, Heiðrún 1.
Stigaskor Þórs: Susanna 12 stig , Rut 10, Kristín 9, Hulda 5, Erna Rún 4, Linda 3
Ljósmynd/ Rúnar Haukur Ingimarsson og Rebekka Unnur Rúnarsdóttir
Umfjöllun: Karl West Karlsson



