Meistaraflokkur kvenna hjá Fjölni samdi á dögunum við leikmenn liðsins um að leika með því á komandi leiktíð. Fjölnir mun því halda sama kjarna frá síðustu leiktíð í 1. deild kvenna. Þetta kemur fram á Facebook síðu Fjölnis.
Fjölnir vann einn leik á síðasta tímabili en liðið var skipað ungum leikmönnum á bland við reynslu. Þrjú lið hafa bæst við í 1. deild kvenna á komandi tímabili og því líklegt að spennandi tímabil sé framundan. Liðin halda flest sama kjarna og ætla sér stóra hluti. Það sama er uppá teningnum í Grafarvogi þar sem leikmenn liðsins hafa allir samið við félagið auk þess sem ungir og efnilegir leikmenn munu stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki.
Á Facebook síðu Fjölnis var Sævaldur Bjarnason þjálfari liðsins í viðtali þar sem hann sagðist mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Hann sagði vætningarnar miklar og að mikil ánægja væri með að halda kjarnanum og byggja á honum á næsta tímabili.
Viðtal við Sævald hjá Fjölni má finna hér að neðan: