spot_img
HomeFréttirFjölnir bikarmeistari í 11. flokki karla eftir stórsigur gegn Blikum

Fjölnir bikarmeistari í 11. flokki karla eftir stórsigur gegn Blikum

16:00
{mosimage}

(Bikarmeistarar Fjölnis í 11. flokki karla) 

Fjölnismenn höfðu yfirburðasigur á Breiðablik í bikarúrslitaleik liðanna í 11. flokki karla á Selfossi í dag. Lokatölur leiksins voru 53-109 Fjölnismönnum í vil. Ljóst var strax frá upphafi leiks að Fjölnismenn ætluðu sér mikla hluti í dag og það stóð heima svo um munaði.  

Staðan var 8-19 fyrir Fjölni eftir fyrsta leikhluta en piltarnir úr Grafarvogi áttu teiginn á báðum endum vallarins og höfðu algera yfirburði í frákastabaráttunni eða öllu heldur frákasta einstefnunni.  

Fjölnir herti ennfrekar róðurinn í öðrum leikhluta og gerðu 30 stig gegn 10 frá Blikum í leikhlutanum og því stóðu leikar 18-49 í hálfleik og fátt ef ekkert sem benti til þess að Blikar ættu afturkvæmt inn í lekinn.  

Síðari hálfleikur reyndist einvörðungu formsatriði fyrir Fjölni sem lék grimma vörn í allan dag og áttu Blikar í stökustu vandræðum með að komast upp að körfunni. Þegar það tókst hjá Blikum þá vildu flest þeirra skot ekki í netið og jafnan voru Fjölnismenn mun grimmari á eftir fráköstunum. Lokatölur því 53-109 fyrir Fjölni sem eru vel að sigrinum komnir.  

Arnþór Freyr Guðmundsson var valinn maður leiksins í röðum Fjölnis en hann gerði 37 stig í leiknum, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í öflugu Fjölnisliðinu. Hjá Blikum var Arnar Pétursson valinn besti maður leiksins með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.  

Þessi flokkur Fjölnismanna hefur verið nær ósigrandi í sínum árgani síðustu ár en þjálfari þeirra er Tómas Holton og hafði hann það náðugt á tréverkinu í dag enda hans menn tilbúnir í hvaða verkefni sem er miðað við frammistöðu þeirra í dag.

Haukur Pálsson átti einnig stórgóðan leik í liði Fjölnis í dag með 24 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta en hjá Blikum var Björn Kristjánsson með 20 stig rétt eins og Arnar Pétursson.

Tölfræði leiksins

Leikur Grindavíkur og KR í unglingaflokki kvenna er við það að hefjast og þar á eftir tekur við leikur FSu og KR í unglingaflokki karla en báðir leikirnir verða sýndir í beinni netútsendingu á KR TV á heimasíðu KR www.kr.is/karfa

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -