spot_img
HomeFréttirFjölmiðlastéttin eignast nýja bakvörð

Fjölmiðlastéttin eignast nýja bakvörð

13:37
{mosimage}

(Henry Birgir tekur sjálfan sig ekki of alvarlega og hafði gaman af myndatökunni 🙂

Skjálfandi bauð upp á veglega upphitun fyrir viðureign KR og Grindavíkur í Iceland Express deildinni í gær og með frétt hér á Karfan.is fylgdi ljósmynd af stjórnanda Skjálfanda, Henry Birgi Gunnarssyni. Eins og glöggir lesendur Karfan.is hafa tekið eftir var Henry svo góður á sínum tíma að leyfa okkur að nota mynd af honum þar sem hann er vopnaður sixpensara og handbolta! Í gærkvöldi var ráðin bót á þessum annmörkum.

Undirritaður kvaddi Henry til myndatöku að leik KR og Grindavíkur loknum og verandi sá kyndingameistari sem hann er þá skoraðist Henry ekki undan og er nú kominn í bakvarðasveit fjölmiðlastéttarinnar. Héðan í frá verður Henry Birgir vopnaður körfubolta þegar hann dúkkar upp hér á Karfan.is og eru þessar myndir kærkomin búbót fyrir ritstjórn Karfan.is.

Skjálfandi er í loftinu alla virka daga á milli 13 og 14 á http://xid977.is/

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -