spot_img
HomeFréttirFjölmennasta jólamót Nettó og ÍR til þessa

Fjölmennasta jólamót Nettó og ÍR til þessa

Samtals var leikið í 22 klukkutíma samtímis á fjórum körfuboltavöllum í íþróttahúsi Seljaskóla á fjörugu Jólamóti Nettó og ÍR í minnibolta á dögunum. Strákar 11 ára og yngri léku á laugardeginum og stúlkur á sama aldri mættu svo til leiks á sunnudeginum. Metþátttaka var í mótinu en um 800 krakkar voru skráðir til leiks í 140 liðum frá 35 félögum. Heimasíða ÍR greinir frá. 
 
Allir þátttakendur fóru glaðir heim með verðlaunapening og nesti frá Nettó. Mót sem þetta er stórvirki í framkvæmd en alls lögðu um 100 sjálfboðaliðar körfuknattleiksdeildar ÍR fram vinnu við mótið. Stöðugur vöxtur mótsins undanfarin ár gefur til kynna að þátttakendur, þjálfarar og foreldrar séu ánægðir með framkvæmd mótsins og komi ár efir ár til þátttöku í skemmtilegum körfuboltaviðburði í Breiðholtinu. 
 
Fréttir
- Auglýsing -