spot_img
HomeFréttirFjöldaundirskriftir í Hafnarfirði

Fjöldaundirskriftir í Hafnarfirði

Ljóst er að hið unga og efnilega lið Hauka í Dominos deild kvenna ætti að verða nokkuð sterkt á næsta ári þar sem stelpurnar skrifuðu undir áframhaldandi samning við félagið. Við liðið bætist svo einn besti leikmaður sem spilað hefur hér á landi, en Helena Sverrisdóttir mun vera á fullu með liðinu á næsta ári eftir að hafa verið frá vegna barneigna. Þetta kemur fram á haukar.is

Alls tólf leikmenn framlengdu við félagið en það voru:

Helena Sverrisdóttir

Þóra Kristín Jónsdóttir

Stefanía Ósk Ólafsdóttir

Sigrún Björg Ólafsdóttir

Rósa Björk Pétursdóttir

Ragnheiður Björk Einarsdóttir

Karen Lilja Owolabi

Magdalena Gísladóttir

Hanna Lára Ívarsdóttir

Anna Lóa Óskarsdóttir

Dýrfinna Arnardóttir

Thelma Rut Sigurðardóttir (Thelmu vantar á myndina)

Sólrún Inga Gíslasdóttir yfirgefur Hauka í sumar þar sem hún er á leið vestur um haf á vit námsbóka og körfuboltavalla.

Nánar á Haukar.is
Mynd/ Haukar.is

Fréttir
- Auglýsing -