spot_img
HomeFréttirFjögur fræknu: 10. flokkur stúlkna (1992 og yngri) - fyrri leikur

Fjögur fræknu: 10. flokkur stúlkna (1992 og yngri) – fyrri leikur

17:11

{mosimage}

Keflavík byrjaði leikinn vel og var yfir eftir fyrstu lotuna, 17-12. Í annarri lotunni þá færði Njarðvík vörnina sína framar á völlinn, náðu auðveldum körfum og komust yfir 22-17 og síðan 34-22. Keflavík náði síðan góðri syrpu í lok lotunnar og settu átta stig í röð á Njarðvík. Þær grænu voru yfir í hálfleik, 34-30.

Mikil spenna var í þriðju lotunni og var jafnt á tölunum 36, 38 og 42. Í lok hennar var Keflavík yfir 48-46. Spennan hélt áfram í síðustu lotunni og var jafnt á tölunum 52, 54, 56 og 58. Bæði liðin fengu tækifæri til að klára leikinn en slök vítahittni kom í veg fyrir það og leikurinn endaði 58-58. Njarðvík byrjaði framlenginguna og komst fjögur stig yfir. Keflavík jafnaði leikinn í 62-62 og aftur var jafnt í 64-64. Þá kom Heiða sterk inn fyrir UMFN og negldi niður fjórum vítum í röð og leikurinn endaði 70-64 fyrir Njarðvík.

Heiða Valdimarsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Njarðvík og var með 24 stig og 11 fráköst. Ína og Dagmar voru með 14 stig. Jóhanna var nálægt því að ná tvennu en hún var með 9 stig og 11 fráköst. UMFN barðist vel í þessum leik og lék nokkuð agað.

Telma Lind lék vel fyrir Keflavík og var með 22 stig. Jóna G. Ragnarsdóttir var 12 stig og 8 fráköst. Hin unga Eva Rós (1994) lék mjög vel og var með 15 fráköst og 9 stig. María Ben Jónsdóttir náði sér ekki á strik í þessum leik og hitti aðeins úr 2 af 16 skotum sínum.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -