spot_img
HomeFréttirFizdale brjálaður yfir dómgæslu í leik Grizzlies og Spurs

Fizdale brjálaður yfir dómgæslu í leik Grizzlies og Spurs

 

Tveir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Meistarar Cleveland Cavaliers sigruðu lið Indiana Pacers og San Antonio Spurs lið Memphis Grizzlies. Bæði lið því komin í 2-0 forystu, en seríurnar færast nú báðar til Memphis og Indiana.

 

Í sigurliði Cvaliers var þríeyki þeirra drjúgt. Kyrie Irving, Kevin Love og Lebron James skoruðu í heildina 89 af 117 stigum liðsins í leiknum. Áhuggjuefni fyrir Cavaliers hinsvegar að skotbakvörður þeirra, J.R. Smith, meiddist eftir ðeins 18 mínútna leik og tók ekki frekari þátt. Smith mikið verið meiddur í vetur, en var kominn aftur af stað og gert var ráð fyrir því að hann myndi ná að klára titilvörnina með þeim.

 

Forseti Indiana Pacers, Boston Celtics goðsögnin Larry Bird, var ekki ánæður með leik sinna manna:

 

Larry Bird is not amused.

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Í sigri San Antonio Spurs lék lykilleikmaður þeirra, Kawhi Leonard, á alls oddi. Skoraði 37 stig (19 af 19 í vítum) og tók 11 fráköst. Þjálfari Memphis, Davis Fizdale, reiður í garð dómara eftir leik, þar sem honum fannst Spurs komast óeðlilega oft á línuna í leiknum.

 

 

David Fizdale was NOT happy with the officiating in Game 2 (via @nbatv)

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Eitthvað var Vince Carter líka óánægður með þarna:

 

Vince wasn't happy _x1f633_

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Úrslit næturinnar

 

Indiana Pacers 111 – 117 Cleveland Cavaliers

Cavaliers leiða seríuna 2-0

 

Memphis Grizzlies 82 – 96 San Antonio Spurs

Spurs leiða seríuna 2-0

Fréttir
- Auglýsing -